Tréplattar, egglaga, 2 í pakka
Tréplattar, egglaga, 2 í pakka
Tveir plattar frá smíðaverkstæði Others í Jashore, Bangladess. Notið þá sem morgunverðarplatta eða þegar þú ætlar bara snöggvast að grípa þér eina brauðsneið. Plattarnir henta vel á ferðalagi eða til að nota sem lítið skurðarbretti þegar þarf að skera ávexti, grænmeti eða rúnstykki.
Plattarnir eru um 22 cm langir og 17 cm þar sem þeir eru breiðastir. Á mjóa endanum er gat sem er ca 2,5 cm í þvermál. Það er hugsað til að halda sopnu eggi á sínum stað. Litla dældin á hliðinni er hugsuð fyrir salt til að setja á eggið.
Á huggulegt morgunverðarborð mælum við með því að nota þessa platta ásamt smjörhnífum úr sama efni.
Plattarnir eru búnir til á smíðaverkstæði Others í Jashore, Bangladess. Vinnan við framleiðsluna hefur gert það að verkum að einstaklingar hafa fengið starf og tekjur í gegnum félagslegt starf Hjálpræðishersins sem berst gegn fátækt og mansali.
Með góðum vinnuaðstæðum og sanngjörnum launum skapast ný tækifæri fyrir heila fjölskyldi. Launin eru oft notuð til að m.a. bæta lífsskilyrði, kaupa nauðsynleg lyf eða skólabúninga fyrir börnin.
Plattarnir eru gerðir úr trjátegundinni Albizia Saman. Þetta er tré sem vex villt á svæðinu og þarf lítið vatn á vaxtartímabilinu. Það gerir trjátegundina umhverfisvænan kost, en hún er einnig sterk og þolir álag við matargerð.
Trjátegundin er viðurkennd til notkunar við matargerð.