Skip to product information
1 of 6

others-iceland

Brauðkarfa, lítil

Brauðkarfa, lítil

Regular price 3.100 ISK
Regular price Sale price 3.100 ISK
Sale Sold out
Tax included.

Handfléttuð brauðkarfa úr basti frá Others í Jhenaidah, Bangladess.  

Karfan er ca 27x18 cm og er um 6 cm há. Einnig er hægt að fá stærri útgáfu, stóra brauðkörfu. 

Karfan hentar vel til að bera fram mat eða geyma og er nauðsynleg á morgunverðarborðið. Auðvelt er að þrífa hana með því að skola undir rennandi vatni og láta þorna uppi á eldhúsbekk.  

Karfan er búin til í framleiðslustöð Others í Jhenaidah, Bangaldess. Hún er búin til af konum sem Others hefur komist í samband við í gegnum heilsugæslu Hjálpræðishersins. Heilsugæslan einblínir á bólusetningu við berklum og upplýsingagjöf varðandi hiv/aids og getnaðarvarnir.  

Konurnar hafa fengið starf og tekjur í gegnum félagslegt starf Hjálpræðishersins sem berst gegn fátækt og mansali. Með góðum vinnuaðstæðum og sanngjörnum launum skapast ný tækifæri fyrir heila fjölskyldi. Launin eru oft notuð til að m.a. bæta lífsskilyrði, kaupa nauðsynleg lyf eða skólabúninga fyrir börnin. 

Brauðkarfan er fléttuð í höndunum úr basti sem er reyrplanta sem vex villt við árbakka og safnað er þegar stráin eru nógu löng til að nota í framleiðsluna. Tæknin byggir á handverkshefðum svæðisins og þekkingin hefur borist frá kynslóð til kynslóðar. 

View full details