Skip to product information
1 of 7

others-iceland

Viskastykki, bláir krossar 2 stk.

Viskastykki, bláir krossar 2 stk.

Regular price 2.550 ISK
Regular price Sale price 2.550 ISK
Sale Sold out
Tax included.

Praktísk og falleg viskastykki frá okkar eigin vefstofu.

Handofin áferðin og hrein gæði gera það að verkum að viskastykkin drekka vel í sig þegar uppvaskið er þurrkað. Þau virka einnig vel yfir gerdeig sem stendur og hefast.

Hvert viskastykki er 60x40 cm og þau koma tvö saman í pakka.
Viskastykkin hafa sniðugan hanka að aftan svo auðvelt er að hengja þau upp á snaga. Þau eru úr 100% bómull og þola vélþvott upp í 60 gráðu hita.

Efnið í viskastykkjunum er framleitt í vefstofu Others í Jashore, Bangladess. Efnið er ofið í höndunum á stórum handknúnum vefstólum – handverk sem á sér langa sögu. Þekkingin hefur borist frá kynslóð til kynslóðar. Mörg af munstrunum í efnunum eru mjög flókin og undirbúningsvinnan tekur langan tíma áður en hægt er að hefjast handa við framleiðsluna.

Þegar búið er að vefa efnin, eru rúllurnar bornar inn á saumastofuna í næsta rými, og úr efnunum eru saumaðar nytsamlegar og fallegar vörur í hæsta gæðaflokki.

Vinnan við framleiðsluna hefur gert það að verkum að einstsklingar hafa fengið starf og tekjur í gegnum félagslegt starf Hjálpræðishersins sem berst gegn fátækt og mansali.
Með góðum vinnuaðstæðum og sanngjörnum launum skapast ný tækifæri fyrir heila fjölskyldi. Launin eru oft notuð til að m.a. bæta lífsskilyrði, kaupa nauðsynleg lyf eða skólabúninga fyrir börnin.

View full details