Diskamotta
Diskamotta
Diskamottur, handfléttaðar úr jútu frá Others í Bangladess. Diskamottan er 30 cm í þvermál og um 3 mm þykk.
Efnið í diskamottunum er fléttað í höndunum með hefðbundnum aðferðum og þær eru framleiddar í Andulia, Bangladess, af konum sem tengjast félagslegu starfi Hjálpræðishersins á staðnum.
Diskamotturnar má nota á ýmsa vegu. Fallegar jafnt undir diska á matarborðinu og sem dúkur undir kertastjaka.
Júta er náttúrulegt efni, planta sem vex villt meðfram ám og vötnum í Bangladess. Hana má einnig rækta til að skapa innkomu fyrir fjölskylduna.
Plönturnar geta orðið allt að 5 metra háar og trefjarnar henta vel í körfur, teppi og annað vegna þess hversu slitsterkar þær eru.
Farðu vel með vöruna, þá endist hún lengi. Ef svo óheppilega vill til að það komi blettur á vöruna mælum við með því að skola undir rennandi vatni og láta þorna uppi á eldhúsbekk. Ef þörf krefur má nota smá sápu.