Skip to product information
1 of 5

others-iceland

Skópoki

Skópoki

Regular price 3.700 ISK
Regular price Sale price 3.700 ISK
Sale Sold out
Tax included.

Algjör snilld í ferðatöskuna 🙂

Útsaumaður skópoki úr 100% bómull. Frábær til að hafa með á ferðalögum, til að geyma spariskó, taka með sér auka skó í vinnuna, halda skipulagi í ferðatöskunni eða til að taka spariskóna með í veislu. Pokinn rúmar auðveldlega tvö skópör í stærðum 36-43.

Skópikinn er 35x42 cm og honum er lokað með því að draga út snúruna efst í pokanum. Þannig er engin hætta á að skítur frá skónum komist í annan farangur á ferðalögum.

Útsaumaður skópoki úr 100% bómull. Framleitt í saumastofu okkar í Jashsore í Bangladess.

Útsaumur er ein af okkar algengustu og mikilvægustu frameiðsluaðferðum.
Það er sveigjanlegt svo hægt er að sinna því hvar og hvenær sem er, krefst ekki aðgangs að vélum eða annars rafmagnsbúnaðar. Hjá Others eru fjölmargar konur sem fá sína fyrstu innkomu í gegnum útsaum. Útsaum getur maður tekið með sér út um allt og getur passað börn og heimili á meðan maður saumar út.

Þegar þú kaupir útsaumaða vöru frá Others veitir þú konu sjálfstæða innkomu og tækifæri sem hún annars hefði ekki aðgang að. Launin senda börn í skóla og setja mat á borðið.

View full details